Stutt er frá bænum í helstu perlur í Húnaþingi vestra og í nærliggjandi sveitarfélög.

Á Vatnsnesinu er að finnast stærstu selalátur landins.

Vatnsneshringurinn er 90km í heild og tekur um þ.b klukkutíma aksturstími eingöngu. Það er því hægt að eyða góðum  degi að skoða þetta svæði allt.

stadir1

Borgarvirki,  er bæði sögufrægur staður og mynda fallegt stuðlaberg. Frá virkinu er viðsýnt til allar áttir og sést til Eiriksjökuls í heiðskýru veðri.

Illuagastaðir er kjörinn staður til selaskoðunar, þar er að finna litið her hús með tveimur kíkjum. Á Illugastöðum voru framin morðin á Natani Ketilsýni og Pétri Jónssýni. Rústir af smiðju Natans eru stutt frá bænum niðri við sjó.

 

stadir2

Hvítserkur, er sérkennilegur 15m. hár klettastapi í sjó og kjörinn varðstaður margra fulgategundar. Í háfjöru er hægt að ganga út á hann og það upplagt að fá sér göngutúr á ströndinni  þar.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Hamarsrétt á Vatnsnesinu er eina fjárrétt sem stendur við fjöruborð.

Það er réttað nokkuð hundruð fjár annan laugardag í september ár hvert

Ánastaðastapi:

er önnur klettamyndun en þeir eru fastir við land. Það liggur góð gönguleið niður að þeim og meðfram ströndinni alla leið út að Hamarsrétt um 5km löng.

Hvammstangi er litið kauptún við Miðfjörð með um 600 íbúar. Þar er að finna öll helsta þjónustu , verslun banki, hárgreiðslustofa, minjagripaverslun, söfn, nýr glæsilegur veitingastaður með útsýni út á fjörðinn og frábær sundlaug  með rennibraut, heitum pottum og sauna.

Fleiri veitingarstaðir eru í næsta nágrenni við bæinn og einn staður sem sérhæfir sig í fiskisúpu og salat er að finna að Geitafelli á Vatnsnesi.

Kolugljúfur í Víðidal  eru skemmtilegir fossar sem renna í hríkalegu gljufri. Þar er stutt vel merkt gönguleið meðfram gljúfri.

 

stadir4