Vestur 1: tveggja manna herbergi með 2 aðskilin rúm,2 náttborðum,  stól, fatahengi og handlaug. . Vestur 2: tveggja manna herbergi með tvíbreytt rúm , 2 náttborðum, stól, fatahengi og handlaug. Hægt er að aðskilja þessi rúm í  tvö einstaklingsrúm sé þess óskað. Norðurstofa: þriggja manna herbergi með 3 aðskilin rúm , stól náttborðum fyrir hvert rúm, fatahengi og handlaug. Þetta herbergi  hentar vel fyrir hjón með 2 börn þar sem hægt er að bæta aukarúmi í það herbergi. Það er auðveld að ýta 2 af þessum 3 rúmum saman og búa til eitt hjónarúm. Öll rúm eru uppbúin og fylgir handklæði með fyrir hvern gest. Gestir sem kjósa að kaupa sér svefnpokagistingu geta komið með sitt eigin lín og fá sængur til afnota WC og sturtan eru sameiginleg fyrir alla gesti. Það er rúmgóð setustofa með hornsofa og borð , sjónvarpi , lesefni, spil og leikföng fyrir börn. Öllum gestum stendur einnig til boða gott eldhús með öllu tilheyrandi, s.s. örbylgjuofn, kæliskápur  samlokugrill og eldavél með ofni. Gestir hafa aðgang að þvottvél gegn gjaldi. Utandýra er smá setukrókur með borð ,stólum og kolagrill og litill garður.

Smáhýsi: Um miðjan júli 2014 var tekið í notkun eina  gámaeiningu sem stendur alveg ein og býður upp á dvöl fyrir þá sem vilja meiri þægindi , ró og algjört næði frá öðrum gestum. Í smáhýsinu er eitt rúmgott  tveggja manna herbergi með sérbaði  ,smá setukróki, borð fyrir tösku og fatahengi. Herbergi er án eldunaraðstöðu en hægt er að hita sér vatn í ketil, tepokar og nescafé eru innifalin í gistingunni. Sólpallur með setukrók er sólarmegin við innganginn á húsinu þar sem hægt er að njóta kyrrðarinnar og virða  fyrir sér í utsýni á Miðfjarðarvatni. Fjallasýni er úr glugganum með Þoreyjarnúp , fallegum núp í bakgrunni.  2017 bætast svo við eina gistieiningu til viðbótar við hliðina á hinni og eru herbergin með sérbaði orðin 2. Það er einkabílastæði fyrir framan bæði smáhýsi

Innifalin í verði: Öll rúm eru uppbúin, handklæðasett fylgi hverju rúmi. Glæsilegur morgunverður framreiddur úr íslensku hráefni. Wifi og frír aðgangur að internetinu.

Skilmálar: Þegar afbókað er allt að 3 dögum fyrir komudag er ekkert skuldfært af kortinu. Þegar afbókað er eftir þann tima þá verður öll upphæðin fyrir hvert bókað herbergi skuldfært. Afbókun berst með tölvupósti eða símtali. Ef ekkert er haft samband og ekki mætt á staðinn verður 100% af verði herbergis skuldfært.

 • g1
 • g2
 • g3
 • g13
 • g15
 • g14
 • g11
 • g10
 • g16
 • baðherbergi í gamla bæ
 • g9
 • g5
 • g4
 • g6
 • g7
 • g8